Lúmsk er ástin
því snúið hefur hún baki í mig,
rétt eins og afbrýðisemin
sem hrinti mér fram af bjarginu
beint í strauminn.
En misheppnað var þetta hjá þeim
þetta illa samsæri til að drekkja mér,
því ég sá við þeim!
Í þessu stórfljóti
sem nefnt er “líf”
notaði ég fyrirgefningu sem björgunarvesti,
og þó það hafi verið vont að klæða sig í það
þá bjargaði það mér frá drukknun