Þetta ljóð skrifaði ég í íslenskutíma hjá Skafta þar sem maður lærir nú ekkert á því sem hann segir manni að gera ákvað ég bara að læra eitthvað sjálf. Eiginlega mest bara ég að leika mér að einhvers konar formi á ljóði, ef það má kalla þetta það….bara að prufa!

Sjónarhorn

Undrun alheimsins

á henni

snerti ekki hjartað,

snerti ekki sálina

í henni…



Athvarf hugsanna

hennar

földu myrku leyndarmálin,

földu allan sársaukann

hennar…



Hrafnsvart hárið

hans,

dimmgræn augun,

veittu henni aldrei athygli

hans…



Hugar þeirra

mættust.

Í mistrinu,

hjá húsinu

mættust…
www.folk.is/inga_zeppelinfan