Ég heiti Oddljótur,
bróðir minn, Oddhvass.
Ég er sko steinbrjótur
og systir mín, Skass

Skass er þvílík frekja
þau orð eru sönn.
Til ættar má rekja
þá frekju í Tönn

Já, Tönn kann að bíta,
og hún bítur fast!
og vængina slíta,
þá fyrst fær hún kast.

Geðveiki í ætt okkar
það er vægast sagt
en “rólegir ættflokkar”:
í okkar ætt var aldrei lagt.