Þessi tvö ljóð eru tileinkuð afa mínum sem er ný látinn…reyndar ekki góð en það verður að hafa það…ég samdi þau í flýti en þetta kemur bara frá hjartanu og það er það sem að mér finnst skipta máli..mér er sama um álit annarra :)

Þær góðu minningar
Sem hjartað mitt hefur að geyma,
Ég vil aldrei gleyma
Öllum þeim dögum
Sem saman við höfum verið,
Kvöldstundirnar með ljóðunum,
Sögunum og matnum.
Ég veit að þú ert kominn
Á betri stað,
Þarna lengst uppi á himnum.

Ég finn það á mér,
Að þú vakir yfir okkur öllum,
Alla daga og allar nætur.
Þú ert stjarnan,
Sem skin svo skært,
Horfir til okkar
Og verndar okkur öll
Frá hættum heimsins,
Veröldinni ótrúlegu.

Svo þungbær missir,
En ég veit þér líður betur núna,
Ekki gleyma okkur,
Við munum aldrei gleyma þér,
Við elskuðum þig,
Við elskum þig,
Og það munum við alltaf gera.





Elsku afi minn,
Svo erfitt líf
Hjá þér hefur verið,
En nú er sú tíð önnur,
Þú farinn ert á betri stað,
Hjá englum Guðs
Á himnum.

Amma grætur inní sér,
Eins og aðrir heima,
Upptekin af bara þér,
Aldrei munum við þér gleyma.
Sá hörmungar nótt,
Er þú yfirgafst okkur,
Rétt fyrir miðnætti.

Ljóðin sem þú kenndir
Litlu systur minni,
Vísurnar og lögin,
Landafræði og sögu,
Allt mun það geymast,
Í litlu hjörtum
Okkar allra.

Gömlu dagarnir,
Göngutúrarnir,
Hestarnir og fleira.
Allt er þetta liðin tíð,
En ég veit
Þú ert hérna,
Einhversstaðar á himnum.

Í hjarta mínu þú ætíð ert,
Geymdur en ekki gleymdur,
Alltaf mun ég elska þig,
Góðhjartaði ungi drengur,
Þú sem ert í huga mér,
Eins og vera gengur.
Ungur í anda og vitur.

Mér líður ekki sem best,
Ég hefði kannski mátt
Hitta þig oftar en þetta,
En ekki gleyma,
Við erum í sátt,
Með minningarnar
Sem við höfum að geyma.