Á hverjum degi,
hverju kvöldi,
sjáum við andlit,
okkur kunnug eður ei.

Þau fá mig til að spá…
er líf þessarar manneskju betra?
Hvað var hún að hugsa…
meðan augnsamband okkar varði?

Mér finnst eins og það sjáist í gegnum mig,
eins og ég sé ekkert nema loftið,
sem flýtur um en á hvergi heima.

Fastur í mínu lífi ég er.

Farinn að slugsa
og helgidagarnir myndast,
að veggnum sný ég aftur,
en ekki líður á löngu
þar til forvitninnar kraftur
snýr mér við…
þar sem mér ekki tekst að finna frið
því um líf mitt finnst mér fátt,
og í annarra leita ég að sátt.

Tíminn líður
og hugsanaháttur breytist,
mótast og þróast
og nú andinn hefur róast.

Héðan í frá,
lifir aðeins von
og ósk um hamingju þess
sem framhjá mér fer,
eins og ríkir nú hjá mér.

- Glaði