Stórvaxinn, íslenskur skógur.
Sterkvaxnar eru hanns lóur.
Hefur látt, felur fátt.
Fallegur, lifandi, engum hann bregst.
Svo hratt, svo hátt,
svo hárfínt á land vort hann festist og legst.

Skógurinn skimar hér yfir.
Á skerinu vex hann og lifir.
Yfir hraun, yfir fjöll
Allir hann sælum og velkomnum taka.
Yfir lönd og höf öll,
uns eilífð vors tímabils hættir að vaka.

Öll tréin í árþúsund lifa,
á meðan, öllu þau bifa.
Þótt styrmi, þótt keldi.
Þótt yfir þau skyggi og yfir þau rigni
jafnt ísi, jafnt eldi.
Öll frjáls halda rótum þar til yfir lygni

-En-

Feður vor
sem handan Bifröst berjast.
Þar ölið gylta gerjast.
Fyrir land vort þeir verjast.
Hér sitjum við
og sjáum frið
á meðan landið merjast.

Þróttmikill þröstur hér flýgur.
Í þoku og myrkri sér smýgur.
Í blindbyl, í bráð.
Börn tvö sem sjá ekki leiðina heim.
Svo helköld, svo hrjáð
Hann flýgur til þeirra og heim sýnir þeim.

Í snjóbil hann sér gamla konu
sem á sér mjög litla vonu.
Of fátæk, of leitt.
Hún á sér ei vökva né neinn matarforða.
Svo svöng, svo þreytt.
Sem gjöf hún fær safa og brauðhleif að borða

Á sjónum þar brotnar smár bátur
Á bakkanum brýst út sár grátur.
Allt grimmt, allt hart.
Grey konan, grey börnin, tár falla á hlið.
Allt erfitt, allt svart.
Upp birtist fuglin og færir þeim frið.

-En-

Feður vor
sem handan Bifröst berjast.
Þar ölið gylta gerjast.
Fyrir land vort þeir verjast.
Hér sitjum við
og sjáum frið
á meðan landið merjast.

Stúlkufljóð, drengur einn dáir.
Dásemdin ástinni sáir.
Hún er fögur, hún er flott.
Með henni hvern einasta vaðpoll hann fer.
Allt gaman, allt gott
Svo glaður og kátur með henni hann er

Kraftmikla konan, sú bjarta
kærleiksríkt er hennar hjarta.
Góðhjörtuð er hún og góð.
Hann elskar hana og hún elskar hann.
Brosmikil er hún og fróð.
Þá ást engin tekur þótt ellin það kann.

Þau saman í sólsetri rölta
og saman á hrossi þau tölta.
Þvílík skemtun, þvílíkt kæti.
Þótt yfir þau skyggi og yfir þau rigni.
Smá klaufska, smá læti.
Kemur þó brátt aftur sólarríkt skyggni.

-En-

Feður vor
sem handan Bifröst berjast.
Þar ölið gylta gerjast.
Fyrir land vort þeir verjast.
En þeir ei þjást
því okkar ást
til hjarta þeirra ferjast.
——
Það fór altof mikil vinna í þetta ljóð, svo vinsamlegast ekki rakka það niður :)