Kristur:
Mér líkar ekki piltar,
hvernig þið hafið krossfest mig.
En hvað gerir maður ekki,
fyrir málstaðinn?

Ég:
Málstaðurinn var kannski góður
en færðist þú ekki of mikið í fang
óbreyttur smiðurinn?

Kristur:
Má vera, en mér var falið þetta djobb,
faðir minn setti mig sjálfur í málið.
Hann hafði séð viðbrögð ykkar fyrir,
en við því var ekkert að gera.

Ég:
Hann hefur sem sagt yfirgefið þig?

Kristur:
Í húsi föður míns eru margar vistarverur
með innréttingum úr IKEA.
Má ég þá frekar biðja um krossinn.
Gríptu karfann!