Kindinn Kindin stóð, kunni bara
að kúka, bíta og kyngja
langaði henni lengi að fara
langt í fjall að syngja.

Grá kindin gekk af stað
í gegnum landsins engi.
Smá spölur og meira en það
sú hafði verið lengi.

Hún kom að háa tindinum
heppnin var ekki með,
var hún í mesta vindinum
en viljin var eigi peð.

Stundum var mikið af steinum
þá voru mikil hopp,
án nokkurar hljálpar frá neinum
hún komst upp á topp.

Gerði svo greyið sig tilbúna
til að syngja á milli dala,
en fattaði svo eftir ferð lúna
að hún kunni ekki að tala.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…