Á frábærum degi, á frábærri jörð,
er allt í einu allt svo skrítið.
Það er ein ég, og einn þú
og allir í kringum okkur.
Hvaðan komstu og hvaðan ertu?
Hin fyrri tíð sagði mér ekki frá þér.
Tíminn sem leið, leið án spennu.
Þú komst og bjargaðir mér.
Þú komst og leyfðir mér að finna.
Er það ég sem ég sé?
Tamin af raunveruleikanum,
sem temur mig með blíðu.
Gerðu það, vertu kyrr,
Mér líður svo vel með þér.
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…