-Haukspartur-

Haukur útá götu lá
Konan hljóp því hún hann sá
Haukur gat þar ekkert sagt,
né farið heim og sig lagt.
Hann hugsaði: „Hvað get ég gert“
„Hvar get ég fjandmenn mína svert“

En á meðan hann gat ekki sest
þá fanns honum það, lang, lang best
að hefna svo heiftarlega
það þótti honum mjög þungt vega.
Einkvernvegin þurfu þeir að læra
og hvað var þá betra en þá að kæra

Hann hugsaði þetta út í enda.
„Í fangelsið lýðinn skal senda.
Og til að ekkert klikkar
og kæran mín svínvirkar.
Þarf ég að vanda mína hittni
og sannarlega fá góð vitni.“

„Ég hringi sjálfur í alla hausa
bæði seka og saklausa
sama hversu skitna
þeir skulu fyrir mig vitna.“
„Allt það um leið og ég stend og geng
og bindi sjálfur minn buxnaþveng.“

En löngu, löngu seinna hann
ætlaði að kæra fjandan þann.
En eitthvað þarna klikkaði
Því hanns sókn þar skikkaði.
Þar þóttist engin neitt hafa séð
og urðu því ekki að hanns beð.