Þó að allt sem ég á myndi hverfa
Þó að mykrið svart byrgði mér sýn
Yrði líf mitt samt alltaf af hamingju fullt
Því þú sást mig og brostir til mín

Brosi sem aldrei mun gleymast
Brosi sem allt getur bætt
Í draumi við hvort annað snertum
Bæði spennt, en um leið bæði hrædd

Og ég stend hér og bið þig að hlusta
Vil það eitt að þú hlustir á mig
Mér þú verður að trúa og treysta
Fljúgðu niður, já niður til mín!

Mér er sama hvað fólk kann að halda
Mér er sama hvað sagt er um mig
Ég veit bar’að þú ert sú rétta
Því ég get bara hugsað um þig

Og ég stend hér og bið þig að hlusta
Vil það eitt að þú hlustir á mig
Mér þú verður að trúa og treysta
Fljúgðu niður, já niður til mín!
"