Gagntekin
af þeirri magnþrungnu tilfinningu
að vera yfir mig ástfangin

Tryllt
af ástarsorg

Blæðandi
svöðusárinu sem þú skildir eftir
í hjarta mér

Meðvituð
um að þú ert sá eini
sem ég hef nokkurn tímann elskað

Súrt
að komast að því
að þú ert ekkert merkilegri
en allir sem ég hafnaði
vegna þess að mér fannst þeir ekki standast samanburðinn við þig