Allt í óreiðu
húsið í óreiðu
líkaminn skítugur
sálin í óreiðu.
Ég stari á ruslið og skítinn
hef ekki viljastyrkinn til að byrja,
þarf hjálp
komdu og saumaðu mig saman.
Þú komst ekki
tár rennur niður vanga minn,
ég neyðist til að gera þetta sjálfur.
Með minni rakvél
raka ég af mér hárið
ég er fæddur aftur
andlega og líkamlega tilbúinn
fyrir þennan heim
því nú hef ég
engar tilfinningar
og mun því
ekki fella tár
…næst þegar þú svíkur mig.
takk fyrir lesturinn