Hérna eru 3 ljóð sem ég samdi einhverntímann, eitt af því er meira segja ekki tilbúið en hin eru aðeins eldri, frá einhverntímann síðasta ári. Í þetta sinn reyndi ég að fara meira eftir einhverjum reglum heldur en barar ríminu.

LIM tímarnir
Þrungið er í þessum tíma
Fólk, það hugsar og leggur sig í líma
Leysa þar margar þrautir
Fara þar ótroðnar brautir
Sitja rassinum á, reyna eitthvað að finna
Í rauninni,mætti segja, að þetta sé þeirra vinna

Mjöll
Kona er kennd sem hét Mjöll
Hún klifraði útum öll fjöll
Konan var í senn fögur og snjöll
Konan sem bjó í sinni höll

Vinkona hennar var Frigg
í lófanum var vinkonan með sigg

Þær voru miklir mátar
Mikið voru þær alltaf kátar
Sama hve mikið á bjátar

Skuggadalurinn
Ég geng inní miðjan skuggadalinn
En hér eru ill öfl falinn

Falinn fyrir manns augum
Sveima um í fornum laugum

Laugum langt frá siðmenningu manna
Goðsögn sem vekur löngun manna, til að þær kanna
Manna sem vilja viðurkenningu,frægð og karlmennsku sína sanna

Þá grunar ei þá illsku sem þar um sveima
Þessum öflum munu þeir ei í bráð gleyma

Því öflin sem þar dvelja
Munu rísa upp og þá,að eilífu kvelja

Er ekki búinn að ákveða með síðasta ljóðið hvort ég muni breyta einhverju.
————–