Vagga mér öldurnar
í svefn
syngja fyrir mig vísu
um sæfólk og sjávarguði
sýna mér í hinsta sinn
sólina
sem kveður mig með hlýjum kossi
áður en ég sofna.
Vagga mér öldurnar
og taka burt það sem
særði mína sál
skola burt hugsunum
og hættum
sem ei framar munu græta mig
og hryggja.
Vagga mér öldurnar
í svefninn djúpa
þar draumarnir enda aldrei
og alltaf er hlýtt.
Vagga mér öldurnar
og enda mitt líf.
—–