Stúlkubarn Söknuður hjarta míns
á sér rætur hjá þér
barnsins sem ég ei hef
stúlkunar sem var mín

Ég hef þig eitt sinn séð
í draumheimum mínum
áður en þú fórst
þú mig kvaddir litla dóttir

Loka augunum til að sjá þig
dansandi um á milli trjánna
með brúnu lokkana og bláu augun
í döggvotu grasinu

Það nafn sem þú þér valdir
ég nú að leiti ber
vona að þú fyrirgefir mér
Viskan mín litla fagra

Vona að ég muni þig senn sjá
þó bara í draumheimum álfum hjá
þú valdir þitt ból með þeim
í landsins fegurstu Gjá

Bið ég að heilsa feðrum okkar
álfunum, meisturum galdra
frumkraftinum sem ég þar fann
ég sakna þín það veistu elskan mín

Ég mun koma þegar ég get.