Þorskur á þurrum drykkjumanni

Ástin
er eins og ég
stór, andvana fiskur
með hjartað í buxunum

Viðlíkingum er sleppt lausum,
fuglum er sleppt lausum,
þorskurinn kyrr.

Bifreiðar aka út í buskann,
selir synda dýpra,
þorskurinn kyrr, sefur.