Vampýrublús

Þeir komu um nótt eins og úlfahjörð,
og soltnir á svip gengu freðna jörð.

Með tennur eins og hnífa, augu eins og stál.
Eldur í iðrum þeirra, brann eins og bál.

Við reyndum að flýja, eins og fiskar í neti.
En sátum samt föst hver á sínum fleti.

Og násugurnar nærðust meðan tunglið var rautt.
Ekkert varð nema tómt, eða dautt.

Vampýrublús, ég syng, vampýrublús.



Barnavagninn frá tunglinu

Í skuggalegu skarði,
skildi ég eftir hjartað þitt.
Þú þagðir og ég beið.
Þú sagðir hjartað mitt er þitt,
og gerðu það sem þú vilt.
Og tíminn leið.

Í myrkri og undir mold,
mældi ég kosti og galla.
Þú þagðir og mér sveið.
Þú bauðst mér að eiga þig alla,
þó þú meintir það nú varla,
og myrkrið beið.




Fleiri texta eftir mig má nálgast á www.rirth.tk en þar má einnig nálgast lög með hljómsveitinni minni :)