Okey þetta ljóð hér fyrir neðan samdi ég í gærkvöldi og ég átti erfitt með svefn.. þannig ég ákvað að semja eitt stykki ljóð og ætla ég mér að deila þessu ljóði hér með ykkur:D

Allt fyrir ástina?

Ég man eftir tímanum er ég var alltaf ein,
og hvernig ég skar mig út úr hópnum því ég var enn hrein.
Þær einu sem vildu mig voru nördastelpurnar,
en ég vildi miklu meira vera með þeim sem strákarnir kölluðu ,,gelgjurnar´´.

Ég reyndi það sem ég gat bara til þess að vera inn,
þar til einn daginn ég hitti kærastann þinn.
Þú varst ein af þessum fullkomnu stelpum, þannig ég vildi hanga með þér,
en það var ekki mér að kenna að kærastinn þinn varð hrifinn af mér.

Hann hætti með þér og seinna byrjuðum ég og hann saman,
og hreint út sagt sá ég að þetta fannst þér allra síst gaman.
Þú reyndir eins og þú gast til að klúðra öllu á milli mín og hans,
sem endaði með því að ég stóð yfir gröf hans, með blómakrans.

Þú gekkst of langt með afbrýðisemi þína,
sem varð til þess að ég missti einu ástina mína.
Á endanum sat ég þarna ein í myrkrinu svarta,
á meðan þú minn kæri varst uppá himnaríkinu bjarta.

Hvað gat ég gert til þess að vera hjá þér?
Jú, ég fann svarið, ég fargaði mér.
Aiight;]