Ég sit einn og sé ekki neitt
söknuðurinn bugar mig.
Ekkert er í rauninni breytt
ég bara finn ekki þig.

Ég leita þín langar nætur
en lífið bar þig á veg.
Hjartað öskrar, sálin grætur
hér er enginn nema ég.

Ég sit og skoða gamlar bækur
finn þig aðeins þar.
Orðin streymdu áður sem lækur
en ekkert veita nú svar.

Ég kalla á þig og kalla,
komdu aftur til mín
Láttu mig ekki fölna og falla
því ég er vonlaus án þín.
Gríptu karfann!