Þetta ljóð eftir mig lenti í þriðja sæti í ljóðasamkeppni listafélags nemendafélags MH, og birtist í skólablaðinu Beneventum sem kom út í dag.

Lausn

Tvær ofurlitlar sálir
strika götu
ofurmannlegrar þekkingar
á grundvelli alþjóðasamþykkta SÞ.
Hefja sig svo til flugs
með nafnhátt á milli sín.
Fatast svo flugið
og hrapa til jarðar:
“Helvítis nafnhátturinn er í molum.”

Og á nýjum degi
strika tvær ofursálir götu
ómannúðlegrar heimsku
án tilskilinna leyfa.
Taka svo leigubíl
með þágufallssýki í skottinu
og komast vandræðalaust
á áfangastað:
“€10 er ekki mikið fyrir þessa vegalengd.”

-Arnór Bogason
——————————