Í óræðum lit
birtist hálfgleymdur
heimsendir æskunnar
sem sena í lélegri bíómynd.

Hljóðið sem dó
þegar ég öskraði því afturábak
gleypti það í mig,
kyngdi.

Það sveið mig í hálsinn
og ég táraðist þá.
Horfi í spegilinn í dag,
hann tárast ekki.

Horfi á spegilinn og grátbið
um fyrirgefningu syndanna.
There is no sin but stupidity. (Oscar Wilde)