Hálfmáninn

Hálfmáninn eltir mig.
Ég stend á enda veraldar, horfi í hyldýpið og hugsa
Hver er ég ?
Er ég bara kennitala ?
Já, ég er bara kennitala.
Ein af mörgum litlum kennitölum sveimandi í stórum potti,
leitandi að sannleikanum
Nei, ég er ekki bara kennitala,
ég er svo miklu meira en það.
Ég er engill guðs.
Ég horfi niður í hyldýpið, loka augunum og stekk.
Héðan í frá þarf ég ekki að hræðast hálfmánann
Hjá Guði getur hann ekki sært mig
Ég er óhult, óhult að eilífu