ég er guð

hvort sem þú trúir því eður ei þá
þá er ég sá hinn sami
og skapaði heimskulegt glottið á þér,
fíngerð brjóst konu þinnar,
blá augu sonar þíns
og kuntuilm hjákonu þinnar

ég er guð

og ég sko ekki rassgat miskunsamur
því ef mér væri sama
heldurðu að ég mundi
láta sakleysingjanna þjást,
gamlar konur mjaðmabrotna
og leyfa nauðgurum að lifa

ég er guð

og ólíkt því sem þú hefur heyrt
þá er ég siðblindu nautnafíkill
enda ertu nú skapaður í minni mynd
ég elska, ég hata, ég lifi og ég dey

ég er guð

og hér hjá mér búa aðeins þeir sem verðskulda það
það er ekki þeir sem gera vel við aumingjana,
þeir sem fara eftir boðorðunum
eða þessir strangtrúuðu vesalingar
sem leyfa sér aldrei að njóta alls þess
sem lífið hefur að bjóða þeim

ég er guð

og hér hjá mér syngur Frank Sinatra hvert kvöld
og Chaplin frumsýnir nýja hreyfimynd annan hvern dag

ég er guð

og lítu á jarðlífið sem síu
til þess að útskurð
hvort þú sér nógu fyndinn,
hæfileikaríkur eða falleg
til að búa hér í paradís með mér

ég er guð

og geri aðeins það sem ég vil
ég er alltaf fit
og sef aldrei hjá færi en fjórum konunum í senn

ég er guð

og mér er svona nokkuð sama um þig
nema þú meikir það

ég er guð

Gummi Bö, Tommi, Hallgrímur, Dagur, Egill, Steinar
Dóri, Grímur, Jónas, Jói, Þormóður og ég
erum allir saman að semja ljóð
um lítinn fugl sem lagðist á jörð og dó

ég er guð

og á morgun spilum við Sesar,
Dolli, Lexi og Napoleon
áróðursspilið
og gettu hvað:
ég vinn