Þreyttur á klisjukenndum ástarljóðum
sem minna mig á þig.
Þreyttur á þreyttum ljóðlínum sem tala um fegurð augna þinna og dúnmjúka snertingu þína.
þreyttur á klisjukenndum ástaráróðri ljóðskáldanna sem reyna að sannfæra mig um að ástin sé eilíf, lauma fiðrildi í magann á mér
og hvísla því að mér að þú og ég, yndið mitt,
hefðum getað flotið tvö alein,
um kalda dimma nótt
á heitu bleiku ástarskýi…

þreyttur…

en samt vil ég trúa