Hann er sagður vera stórskáld
sá sem situr þarna við borðið
og glápir ofan í glasið sitt öllum stundum,
kófdrukkinn auðvitað ekki nema von að enginn nenni
að hanga með honum nema hans eigin spegilmynd
sem riðar fram og til baka í glasinu
auðsjáanlega ekki minna drukkin en hann sjálfur.
Sækjast sér um líkir það má nú segja o sveiattan.
Mér er sagt að hann hafi týnt lykklinum að einhverjum
fjársjóði sem á víst að vera geymdur í sálu hans
ja hérna sér er nú hver vitleysan.

Skál félagi:)