Dimmdrungi næturhiminsins, elur skuggann í brjósti mér.
Þokuhulan sem drekkir fjallinu í blindu, er holdgerfingur ástar þinnar á mér.
Ó hve oft ég þráði dögg af lækjarúða lífsins, Kvalin af böndum þínum og strengjum.
Og nú, sem laus úr ánauð orða þinna, finn ég holu eymdarinnar vaxa í brjósti mér, rísa og rífa mig að innan því þú fórst.
Hve lengi get ég dvalið í örbyggð sálarinnar ?
Hve lengi get ég lifað svo tæmd af vilja og von ?