Ef eilífðin bæri nafn

Ef eilífðin bæri nafn
væri það nafnið þitt.
Ef vindarnir gætu talað
myndu þeir þegja.

Rósin, sem eitt sinn tók í faxið mitt
-ég var hestur-
blómgast ei meir.

Ef ég væri gríma, ætti ég þig.