Ég stend einn á mínum fjalltindi horfandi niður á veröldinna
Sting fána egós míns beint í jörðinna
Hann merkir svæði mitt sýnir fram á það hver er eigandinn
Stolltur hleipir hann engum upp að mér þannig enginn nær að meiða mig
særa mig, steipa mér niður, hann veitir mér öryggi
Hann er stollt undankomuleið mín frá ykkur og ekkert getur rifið hann upp frá jörðinni
Hann setndur fyrir þeim sem reyna að koma nær mér, leifir engum að nálgast mig
Reyndar ýtir það umhyggju annara frá mér þannig ég get ekki verið ástfanginn
Hann er of stolltur, harður, það mun ekkert koma upp á milli þessara harðinda
En sannleikurinn er sá að sjálfsöryggi hans er yfirborðskennt og það er ég sem fel mig bakvið það
Við minnstu viðkomu er hægt að brjóta mig niður og láta tár streima niður kinnar mínar
En ég fel mig bakvið fánann, hiljandi allar syndir mínar
Orð móðgana streima að mér og ég brotna niður ef ég fæ orð á mig
Því í rauninni er ég gerður úr pappír felandi mig bakvið nælonið
En nælonið hylur mig og mín leyndarmál, þann eina sanna mig
Kannski ætti ég að vera harðari svo ég þyrfti ekki að hafa þennan fána fyrir framan mig
Fólk reynir að nálgast mig þau fara framhjá öðrum fjöllum og fyrnindum
En þau finna aldrei hinn raunverulega mig aðeins Fánan blakandi á fjallstindinum…