í flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan hálfsjö í morgun kyssti ég þig bless, kannski í síðasta sinn, með hegemónýju á heilanum og mögulegt manndrápsvopn (sexhundruðogfimmtíu blaðsína doðrant) í hendinni, bara til þess að ég geti hugsanlega einhvern tímann kallað mig bókmenntafræðing
úti biðu fartölvan og enn nýleg carisma-n, leifar og stöðug áminning um þátttöku mína og afturkall úr lífsgæðakapphlaupinu og þá ákvörðun mína um að kalla mig skáld
kúplingin ónýtt og harði diskurinn hruninn (í annað sinn) og nú loksins veit ég að ég þarf að draga til baka umsókn mína um inngöngu í æðstu stétt menntamanna

og á morgun stimpla ég mig inn í verksmiðjuna til næstu fjörtíuogsex ára
(þrjátíuogníu ef ég borga viðbótalífeyrissparnað)

en það breyttir því ekki:
þú ert farin