Ungur strákur, særður
Síðar fer hann fyrir fullt og allt
Hann til annars heims er færður
Hellir yfir sár sinna vina salt

Fólkið fyllist harmi
fær ekki að vita hvers vegna
Titrandi tár á þeirra hvarmi
tortryggin þau eru nú á guðs þegna

Þau þekktu hann sem pilt góðan
Þetta vilja þau ekki játa
En erfiðleikar gerðu hann óðan
Eftirleiðis er þetta lífsins gáta

Blessuð skulu þau buguðu verða
Biðjum fyrir þeim öllum
Hug sinn reyna þau með trega að herða
Á himins engla við köllum

Veröldin er vesældarleg
og versnandi fer hún
Hann heldur áfram annan veg
en horfin eru hin fallegu tún
Ég finn til, þess vegna er ég