af varfærni treð ég öðru hylki
í haglabyssu hamingjunnar
og skýt því í hjartað á þér

síðan kveikjum við á kerti
til að minnast arababarnanna sem þurftu að deyja
til að slá á ótta okkur við hryðjuverk

hinn sanni frelsari mannkyns
klappar dyggasta lærisveininum á bakið
og lætur hann vita að kannski megi dóttir hans
gifta sig á næsta kosningartímabili

en hvílu okkur um stund
á þreytandi alheimsádeilu þunglyndu skáldanna
og kaupum bestu auglýsingarbrellu breskra tónlistarmanna
á fimmhundruð kall og friðum samviskuna
gagnvart sveltandi Afríku
meðan við þyngjumst um fimm kíló yfir hátíðarnar

fáum okkur svo kók og syngju sama
i would like to buy….