Mundu með mér bróðir!
manstu þegar við stóðum saman
öxl við öxl eða bak í bak,
með kreppta hnefa
eða rákum upp löngutöng
framan í heiminn.
Klifruðum saman niður glapstigann.

Mundu með mér bróðir!
manstu þegar við hentumst af stað
víghreifir til móts við nýja áskorun
nýjan dag.
Hjuggum brosandi á báðar hendur.
ég man hvað þú varst fallegur.

Mundu með mér bróðir!
manstu þegar við stóðum hlægjandi,
svo ósigrandi saman.
Heimurinn mátti eiga sig
við höfðum hvorn annann.

Og enn í dag bróðir minn
hefur enginn sigrað okkur.
Gríptu karfann!