Hér verður maður að hafa á hraða
Ég tek upp skóflu og byrja að grafa
Ég byrja strax og beiti afli
Af afli ég gref og gref í skaflinn
Ég sest, horfi yfir snjóinn
Húsin sum hafa farið í sjóinn
Helblá og marin liggur hönd
Húsin eru brotin niðri á strönd
Hvergi finnast heilir veggir
Upp úr sköflum brotnir leggir
Ég vil vita hvað er á seyði
Bærinn minn er lagður í eyði
Nú er brotinn bærinn téður
Nú er mikill skaði skeður
Látnar okkar mæður og feður
Núna aldrei neitt mig gleður
Látnir eru allir bændur
Fólki mínu hef ég verið rændur
Náttúran er köld og grimm
Nú er tilveran köld og dimm
Ég sé þig fyrir mér í anda
Og óska þess að þú farir að anda
Ég krosslegg hendur þínar
En ég veit að þér aldrei hlýnar
Það sem ég á eftir er einungis hósti
En einnig söknuður býr mér í brjósti
Hálfnuð er leitin ég hef mig á brott
Hopar nú vonin um einhvern lífsvott
Ég sé ennþá mömmu með þvott
En hvað allt þetta var svo gott
Ég sé að ég hef mætt mörgu hörðu
Kisturnar ykkar síga í jörðu
Aleinn á ég í höggi við sorg
Aleinn reika um stræti og torg
Ef að þú bara vissir
Hvernig hann er þessi missir
Horfinn á braut er allur minn kraftur
Ég mun aldrei sjá ykkur aftur
Náttúran er bara meinsemd
Vegna hennar lifi ég í einsemd
Snjóflóðið er vegna hennar
Þetta er allt henni að kenna
Þú segir að allt saman verði í lagi
Ég segi: líttu bara á bæinn
Ég veit að þú þykist og ert að plata
þig og náttúruna nú ég hata