Bréfskutla Ljóð sem ég samdi í vinnunni fyrir þó nokkru. Er án nokkurra bragarhátta, eins og ljóð allra tómstundasemjara eiga að vera.
Gagnrýni vel þegin.
~*~

Ef ég gæti gert bréfskutlu svo góða
að hún flygi yfir bæinn
myndi ég senda hana til þín.

Og ef ég þyrði að senda hana til þín
Mundi ég þora að skrifa til þín?
Skrifa skilaboð á skutluna til þín?

Þegar hjartað sigraði óttann
mundi ég senda skutluna af stað
svo hún flygi yfir bæinn
og inn um gluggann til þín.

Og ef hjartað ræður ferðinni
þá myndu skilaboðin á skutlunni vera:
Viltu ekki bara elska mig? Líka?
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche