Bleik er byggðin í dag
Bröttu fjöllin prýdd eru snjó
Morguninn heilsar með blíðri ró
Milda veðrið syngur fallegt lag

Fjöll og firnindi eru alls staðar
fallegt er að svipast um hér
Gleði og gæfa í kringum mig er
Geislandi hamingja er hér og þar

Kuldinn kíkir í heimsókn
og kyssir gesti sína blíðlega
Þeir þegja með trega
þýða kossin sem mikla ógn

Himininn heilsar mönnum með blíðu
hlýlegur og glaður
Skýin segja frá því að ungur maður
sé ástfanginn af dömunni fríðu

Misjöfn er skoðun fólks á vetri
Það venst snjónum innan tíðar
Snjórinn kveður fólkið síðar
og segir að sjaldan hafi hann verið betri
Ég finn til, þess vegna er ég