ÉG vil taka það fram að þetta er um það sama og Sorgin sem e´g sendi inn fyrir stuttu, nema þetta er frá sjónarhorni mannsins.

Óttinn

Þokan læðist,
hægt og hljótt.
Konunni heima er ei rótt.
Óttinn læðist,
maðurinn hræðist.
Ó hvað gerist, ó góðiGuð

Í fönn sig grefur,
snjóinn skefur,
skónum af.
Hvað ætli gerist.
Hvað ætli verði.
Ó mun ég lifa þetta af.

Lífið farið,
sál til himna,
hjartað starfar ekki meir.
Beinin grafin,
ekkjan grætur,
látinn er hann Freyr.