Þó þú farir leiðina löngu,
ertu ennþá vinur minn.
Gakktu óheftaðri göngu,
himnaríkið góða inn.

Þó á móti blási misst´ei trúna,
þó mikið blási á móti þér.
Hvíldu lengi sálu lúna,
þín minning geymist vel hjá mér.

Minningu þinni ég skal ei glata,
þú lifir alltaf inn í mér.
Ávalt skal ég úr ógöngum rata,
því ég veit að þú ert alltaf hér.

Samið í minningu um frænku mína sem dó úr krabbameini þegar ég var 10 ára.