Sem ég væri Kirka,
lokkaði ég þig
inn í ástarhringinn minn.

Þú maðurinn sem undir barnslegri
einlægninni,
með blikandi augu,
heillaðir mig með fágaðri framkomu.
gekkst nær mér,
yfir línuna,
og
inn í hringinn.

Þar sem
Þitt sanna eðli kom í ljós.
En vegna að þú skynjaðir
-vissir að ég vildi
-og knúði fram
meiri dýpt.
Dýpt í okkur.

En vegna ótta þíns
hæddistu
að mér…
þú hæddist að okkur.

Óþjálfaður og ómeðvitaður
seiður minn
lokkaði andstæðu þína fram,
-andstæðu fullkominnar blíðu.

Grimmd
Sjálfselska
og
Girnd
tóku völdin…

Og í hræðslu þinni notaðir þú
Auðmýkingu
og
Niðurlægingu
gegn hita mínum.

En að lokum fórstu að hrína…..

Það var þá sem ég fór.