Í augum þínum
eitt andartak
þrungið sakleysi
sem þröngvað er upp á mig
svona rétt á meðan við heilsumst
sem faðir og sonur.

Vitum hvað við vildum helst segja
svo við þegjum
til að vekja ekki upp væntingar
sem skapa bara vandræði
tilfinningar og tár
sem eru ekki töff.

Svoleiðis hluti byrgir maður inni
að minnsta kosti að sinni
eða það til annar hvor okkar
bróderar samtalið ögn
og segir svona barasta í framhjáhlaupi:
Ég elska þig.
—–