Ég horfi á sjálfann mig, í þetta sinn ekki í speglinum
Gef ekki frá mér hljóð og ég sýni enga hreifingu
Sé blóðið leka á gólfinu og rakvélarblað í hendinni,
Ekki meðal ykkar, ekki lengur hluti af heiminum
Er bara þessi skynvilla sem birtist skyggnu fólki
Er núna bara hjátrú sem fólk trúir á í hófi
En mér er sama.. hver á svosem eftir að syrgja mig
Það fyrsta sem ég ætla að gera er reyna að finna þig
Ert ein á þínu heimili… og þú ert falleg sem alltaf
Ég spyr hvort þú elskir mig í von að þú munir svara
Hvern er ég að blekkja? þú hefur ekki sex skilningsvit
Veist ekki af minni tilveru, ég er ekki hluti af heildarmyndinni..

Reyni að ná samskiptum við þig… en það tekst ekki
Ég er horfinn úr þínu lífi, þetta er ekki það sem ég vil
Síminn hringir, þú tekur upp tólið, og það er mamma mín
Tárin renna niður vanga þinn, sé strax að þú munt sakna mín
En nú á ég engann að… er bara maður liðinns tíma
Og það er alltof langt síðan ég átti orð við þig síðast
Það mun gerast von bráðar, ég bíð eftir þér í dauðanum
Ég skal vitja þín í draumunum og er þú lokar augunum
Tár þín falla á mynd af mér í dánarfregnum og jarðaför
Óskar þess að ég væri á lífi… samt er ekki sagan sögð
Ég mun fylgja þér og hjálpa þér í gegnum hremmingar
En ég tók samt bara inn eitrið svo að þú getir séð um restina…
“enginn veit hvað hann hefur átt fyrr en það er glatað