Myrkrið er yfir öllu,
kaldur gustur leikur um líkama minn,
ég er ein, öllum er sama um mig,
ég er ein, alein í myrkrinu

Myrkrið umlykur huga minn,
það ýtir frá öllum minningunum,
þessum góðu og þeim vondu,
ég er ein, alein í myrkrinu

Myrkrið þrengir að mér,
ég á mér hvergi samastað,
passa hvergi inní,
ég er ein, alein í myrkrinu

En hvað er þetta, lítil hönd teygir sig inn í myrkrið,
Lítil dásamleg hjálparhendi,
Það birtir í augum mínum,
Ég er ekki ein, það er ekki öllum sama

Boðskapur ljóðsins : það er enginn einn, sama hversu illa manni líður, það er alltaf ein manneskja sem er hjá manni, það er Jesú.