Norðurljósin fim og frá
leika sér um nætur
græn og gul og fjólublá
sér eiga engar rætur

Norðurljósin dansa dátt
vetrarkvöldin fögur
flögra um og hlæja hátt
kunna margar sögur

Norðurljósin blika skær
sem mikill ástareldur
mér finnst sem ég komi nær
þér sem burt var seldur

Norðurljósin blika ei
ég þoli ekki meira
af söknuði mín fagra mey
ég deyja mun í dreyra

Norðurljósin litast rauð
að mér læðist grunur
minn ástmaður hann er í nauð
en engar heyri ég stunu
Just ask yourself: WWCD!