Í draumi ég lifi af
stríð vakandi manna
einn hlut ég veit
og líð ég ei visku mína
að menn hata allir hvern annan

Undir hvílu mánans
þyggi ég vopnahlé
endurnærist
bygg upp orku
fyrir árás morgunfés

Ég legg af stað
rása um stríðsvöllinn
kaffihúsakellingar
þrasa byssukúlur
í mína átt stefna högglin

Skrifstofufjöldamorð
starf mitt mig gilda skal
gögn og skjöl
hvarf þess alls
ekki var mitt val

yfirherra skipar:
„tætast skrárnar skulu,“
ég lík verkefninu
„rætast þá munu þínir draumar“
og ég leggst undir dulu

En hræðsla ætíð að mér dregur
brotinn friður verði
og einn morgun ég hangi
rotinn í reipisenda
fyrir allt sem ég gerði

þá loks á kistu lokast viður
hinstuhvílufriðu
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey