Ég beðið hafði með eftirvæntingu
hlakkaði til að fá þig í heiminn
Ég svo spennt beið
beið eftir þér

Skildi ekki hvert allt hvarf
á einum degi allt í skugga fór
Vit mitt svo lítið
biðin á enda var

Þú komst aldrei lifandi
Í stað þess að koma í heiminn
fórstu upp í geyminn
og Guð geymir þig þar

Ég svekkt er
og vildi helst kynnast þér
Vera til staðar fyrir þig
því þú áttir að vera litli bróðir minn

Skil ekki afhverju
svona lítið líf var tekið
nógu þroskað en fékk ekki færi
á að kynnast heiminum

Þín var beðið
en þér var ei ætlað
að þekkja lifandi ást

En nú þú hvílir
við hlið langömmu og langafa
og þau munu þig passa himnum á

Þú ert bróðir minn
jafnvel þótt dáinn sért
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"