Þetta er ekki frumsamið ljóð svo ég veit ekki hvort það verður samþykkt, en það þýðir samt ekki að ég ætli ekki að senda það inn. Ljóðið fann ég í bókinni Íslensk kvæði, ef einhver á bókina og vil fá að skoða ljóðið þá er það á bls.137

VÖGGUÞULA
Eftir Fredrico García Lorca
Úr söngleiknum Blóðbrullaup
Þýtt af Magnúsi Ásgeirssyni

Hér skal hjartaljúfur
heyra um Stóra-Faxa,
hestinn úti í ánni.
Áin svöl og skyggð
rennur gegnum gljúfur
grænrökkvaðra skóga,
byltist undan brúnni
barmafull af hryggð.
Aldrei drenginn dreymir,
dul, sem áin geymir,
hálf í undirheimum,
hálf í mannabyggð.

Sof þú, baldursbrá,
Því mannlaus bíður hestur úti í á.

Blunda, rósin rjóð,
Því niður hestsins vanga vætlar blóð.

Rauð í faxi rótin,
rista niður fótin,
silfursax í auga!-
Samleið áttu menn
fram á fljótsins eyri.
Flaut úr æðum dreyri,
villtari öllum vötnum.
Vakir ljúfur enn?

Sof þú, baldursbrá,
Því mannlaus stendur hestur úti í á.

Blunda, rósin rjóð,
Því niður hestsins vanga vætlar blóð.

Silfurfölann flipann
forðast hann að væta,
mænir miðju vega
milli bakka og áls,-
knýr með klökku hneggi
klettafjallsins veggi,
meðan öreind áin
um hann vex í háls!
Hvíti næturhestur,
heljarfljótsins gestur!

Mjöll í myrkri og blóði!
Morgunroðafax!

Svæfum ljúfling ljóði,
Langt er til dags.

Far þú héðan, Faxi!
Fyrir gluggann vaxi
hlynur dýrra drauma,
draumur undir hlyn.
Senn á sveinninn væni
svefninn fyrir vin.

Hestur úti í húmi!
Hér er barn í rúmi
sveipað silki og ull.
Sæng með svanadúni.
sjálf er vaggan gull!

Stóri, hvíti hestur,
háskans næturgestur!
Ber þig brott að skunda!
Bak við fjöll og dali
fagurtoppa og trippi
tölta um heiðamó.

Loks má ljúfur blunda.
Ljúfur hefur ró.

Sof þú, baldursbrá,
Því mannlaus stendur hestur úti í á.

Blunda, rósin rjóð,
Af hestsins auga hníga tár og blóð.


Skilaboð frá stjórnanda:
Öll ljóð sem eru ekki frumsamin eiga að vera senda á “umræður um ljóð”.
Kveðja,
Abigel
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*