Þú bauðst mér góða nótt
með örbylgjuðum sms kossi
er sló áfram hjarta mitt ótt, og títt
sem í gegn blóð yrði að fossi.

Ég hefði viljað hann alvöru, kossinn
varir, augu, rödd þína
en ég get beðið enn um sinn
þó kvöl sé sönn og pína.

Ég ligg hér og hugsa, hugsarðu eins?
muntu mig í hjarta geyma?
er angist mín ei til neins
á ég að hætta um þig að dreyma?

Ég vildi geta flogið með rokinu og regndropunum
riðið Lagarfljótsorminn
beinustu leið yfir landið og að þínum dyrum
og bankað á gluggann þinn,

og þú myndir hleypa mér inn
—–