Næst moldinni er gras.
Það nærist á henni
og vex og dafnar.
Þrátt fyrir sterkar taugar
til moldarinnar teygir grasið sig
í átt til sólu, ákveðið í að láta
hana taka eftir sér.
Það er þó ekki til neins þar sem
sláttumaðurinn hefur reitt ljáinn
til höggs.
Í fullvissunni yfir því að grasið sé grænna hinu megin deyr það drottni sínum í moltukassanum