Ég skil það nú.
Það er svo auðvelt að segja fólki til.
Að vera bjartsýnt á myrkum dögum,
og láta hjartað fyllast friði
á óöruggum tímum.
Trúa og treysta á bjarta framtíð
þegar veröldin öll er á hvolfi,
og ekkert virðist ganga.
Þegar allt leikur í lyndi fyrir manni sjálfum.


Ég og sál mín erum skilin um stund.
Ég sest við tölvuna og hverf inní lönd ævintyra,
til að fá frið fyrir sálinni sem grætur.
Sárt og einmana. Hjarta mitt skilur það og emjar með.
Kroppurinn tekur þátt og tár leka úr augum.
ég er þreytt á þessarri kvöl þeirra
veit engin ráð, en langar þó að hjálpa,
áður en geðheilsan bregst.