Þú komst inn í líf mitt,
eins og sólin eftir vetur.
allt lék í lyndi
og mér leið svo miklu betur!

Birtan sem kom með þér
var svo unaðsleg og hlý.
Eftir kaldan, langan vetur
tók ég gleði mína á ný.

Í örmum mínum hélt þér
og fannst þú vera mín.
En eitt sagði mér ósatt,
það voru augun þín.

Því augun ljúga aldrei,
og burtu frá mér þú flaugst.
Eftir sat ég einn á ný,
og spyr mig, hví þú laugst.

En aftur kemur sumar
sólin glöð og hlý!
Með veturinn að baki
tek ég gleði mína á ný.

vamanos

Þetta er ljóð sem ég skrifa í tilefni sumardagsins fyrsta, þó svo hann sé liðinn. Bara hægt að nota það næst. :) Þetta var bara skrifað on-the-fly hér á Huga. Hope you like it.